Föstudaginn 15. nóvember verður haldin hátíð í Hrafnagilsskóla í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans og stendur til kl. 15:00. Nemendur flytja atriði í tali og tónum sem tengjast þemadögum þessarar viku þar sem unnið var með himingeiminn. Nemendur 7. bekkjar hefja undirbúning fyrir Stóru upplestrarkeppnina og lesa textabrot úr íslenskum ástarlögum og ástarljóðum.

Nemendur í 10. bekk eru með veitingasölu að lokinni dagskrá. Þar verður standandi hlaðborð og verðin eru eftirfarandi:

  • 0-5 ára –  ókeypis
  • Nemendur í 1.-10. bekk – 1.000 kr.
  • Þau sem lokið hafa grunnskóla – 2.000 kr.

Nemendur 10. bekkjar verða einnig með söluborð og selja margnota bökunarpappír og gjafapakkningar frá Nýju kaffibrennslunni og Vorhúsi.

Allur ágóði rennur í ferðasjóð bekkjarins.

Athugið að það er enginn posi á staðnum.

Öll eru hjartanlega velkomin,

nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla