Þriðjudaginn 3. september sl. var útivistardagur hjá Hrafnagilsskóla þar sem nemendur nutu útiveru og hreyfingar í fallegu umhverfi. Nemendur í 1.-4. bekk fóru í fjöruferð að Gásum þar sem þeir könnuðu náttúruna og lærðu um umhverfið.
Nemendur í 5.-10. bekk gátu valið á milli þriggja mismunandi leiða sem allar byrjuðu við Öngulsstaði. Hópar gengu upp á Haus, að Lambaskarði eða alla leið upp á Uppsalahnjúk.
Útivistardagurinn heppnaðist mjög vel í alla staði og er óhætt að hrósa nemendum fyrir þátttöku, umgengni og jákvæðni.
Hægt er að skoða myndir frá deginum góða á slóðinni: http://hrafnagilsskoli.