Erfitt getur reynst að koma foreldrasamtölum fyrir á einum degi og sérstaklega þegar bekkir eru fjölmennir.
Í ár var ákveðið að taka tvo daga undir foreldrasamtölin í Hrafnagilsskóla og skipuleggja skapandi stöðvavinnu fyrir helming nemenda þann dag sem þeir fóru ekki í samtal við umsjónarkennara.
      Kennarar sem ekki eru með umsjón skipulögðu og framkvæmdu stöðvavinnuna. Nemendur voru í skólanum frá klukkan 8:15 til 12:15 og var hálftími tekinn í frímínútur og hálftími í hádegismat. Allir völdu sér upphafsstöð til að byrja á en gátu síðan flætt á milli stöðva eftir verkefnum. Dæmi um verkefni voru; leirgerð og stop motion, tónlistarsköpun í gegnum alls konar forrit, leikjastöð þar sem nemendur sköpuðu sjálfir leikreglur, spilastöð og pappírsföndur. Mikil ánægja var með daginn bæði meðal nemenda og starfsmanna og sjáum við í skólanum fyrir okkur að halda þessu fyrirkomulagi áfram á næsta skólaári.