Fimmtudaginn 7. desember var nemendum í 1. og 2. bekk Hrafnagilsskóla boðið í ævintýraferð í Akureyrarkirkju. Börnin fóru víða um kirkjubygginguna, niður í kapellu, inn í kirkjusalinn og upp að orgelinu. Í gegnum ævintýragönguna kynntust börnin jólasögunni frá Betlehem. Starfsfólk kirkjunnar tók á sig hin ýmsu hlutverk og börnin fengu að fara búninga og duttu inn í hlutverk engla, hirða, vitringa og foreldra Jesúbarnsins. Markmið heimsóknarinnar var að gefa þátttakendum tækifæri til að upplifa jólagsöguna á fjölbreyttan og lifandi hátt.