Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands á hverju hausti og þá er sjónum sérstaklega beint að ungmennum í 9. bekk. Átakið er haldið í samvinnu við ýmsa aðila sem koma að með einum eða öðrum hætti eins og Embætti Landlæknis og samtökin Heimili og skóli. Í ár var efnt til myndbandasamkeppni og var þemað: Samvera með foreldrum og fjölskyldu, þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og að leyfa heilanum að þroskast án neikvæðra áreita.

Þrjár stúlkur í 9. bekk þær Sunna Bríet, Katrín Eva og Emelía Lind sendu inn myndband og sigruðu keppnina. Þeim ásamt fjölskyldum þeirra var boðið á Bessastaði að hitta forseta Íslands Guðna Th. Jóhannesson. Þar tóku þær við viðkenningum og verðlaunum. Við í skólasamfélaginu færum þeim okkar bestu hamingjuóskir með framtakið og viðurkenninguna.
Hér má sjá myndir frá heimsókninni og vefslóð á vinningsmyndbandið.