Þriðjudaginn 6. september fóru nemendur í 6. bekk í vettvangsferð á sjó með Húna II. Þar fengu þeir fræðslu um lífríki sjávar, ásamt smá sögufræðslu um bátinn og ströndina. Rennt var fyrir fisk og gert að honum með tilheyrandi fróðleik. Allir fengu að prófa að veiða og var veiðin góð. Sumir veiddu allt upp í átta fiska, aðallega þorsk. Að lokum var aflinn grillaður og borðaður áður en komið var að landi.