Mánudaginn 22. ágúst hefst nýtt skólaár með skólasetningu í íþróttahúsi kl. 13:00. Foreldrar eða forráðamenn mæta með barni sínu.
Nemendur fara að sínum heimastofum og ganga með umsjónarkennara inn í salinn en foreldrar og forráðamenn sitja uppi í stúku.
Eftir athöfnina ganga umsjónarkennarar með hópana sína í heimastofur og þar fá nemendur og foreldrar kynningu á skólastarfi komandi vetrar.
Nemendur í 1. bekk hitta umsjónarkennara sinn í skipulögðum viðtölum fyrir skólabyrjun.
Þeir foreldrar sem ætla að nýta sér pláss í frístund á komandi skólaári eru beðnir að sækja um eða staðfesta eldri bókanir fyrir 19. ágúst hjá ritara í síma 464-8100 eða með því að senda póst á netfangið nanna@krummi.is.
Skólastarf hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst og starf frístundar sama dag.
Árshátíðin verður haldin í Laugarborg fimmtudaginn 23. mars milli klukkan 13:00 og 15:00. Nemendur yngsta stigs sýna leikrit sem er samið upp úr bókinni ,,Langelstur í bekknum“. Að loknum skemmtiatriðum stjórnar Elín Halldórsdóttir dansi. Aðgangseyrir er 1.500 kr. fyrir 16 ára og eldri, 500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri (aðra en sýnendur) og frítt fyrir [Meira...]
Sunnudagskvöldið 12. mars kl. 20.30 stendur Foreldrafélag Hrafnagilsskóla fyrir fræðslu um forvarnir gegn fíkniefnum. Hildur H. Pálsdóttir leiðir fræðsluna og er fyrirlesturinn unninn út frá hennar eigin reynslu sem foreldri og einnig út frá spurningum nemenda. Fyrirlesturinn verður í stofu 7 (á miðstigsgangi).
Skjótt skipast veður í lofti. Eins og allir vita gátum við ekki farið í Hlíðarfjall í morgun eins og áætlað var. Í staðinn förum við í fyrramálið og verður tilhögun alveg eins og hún átti að vera í dag, t.d. leiga á skíðabúnaði, rútur og nesti. Allir nemendur fara heim kl. 14:00 nema þeir sem [Meira...]