Síðasta skóladag nemenda, miðvikudaginn 1. júní, verður sameiginleg samverustund í Aldísarlundi kl. 11:30. Við endum á því að grilla hamborgara og borða í lundinum áður en skóladegi lýkur kl. 13:00. Athugið að þennan dag keyra skólabílar fyrr heim en frístund er opin fyrir þá sem þar eru skráðir.

Fimmtudaginn 2. júní er starfsdagur í skólanum og engin kennsla og skólaslit eru seinni partinn kl. 18:00 í íþróttasal skólans. Eftir skólaslit er kaffiboð fyrir nemendur 10. bekkjar sem eru að kveðja skólann, fjölskyldur þeirra og starfsfólk skólans.

Skólasetning verður mánudaginn 22. ágúst kl. 13:00. Þá mæta nemendur ásamt foreldrum fyrst inn í íþróttasal en síðan eru námskynningar í heimastofum hvers bekkjar. Nemendum 1. bekkjar verður boðið í foreldraviðtöl í kringum skólabyrjun en mæta einnig á skólasetninguna.
Starfsfólk Hrafnagilsskóla þakkar nemendum, foreldrum og forráðamönnum samfylgdina í vetur og óskar ykkur gleðilegs sumarfrís.

  • Skrifstofa Hrafnagilsskóla verður lokuð frá 20. júní - 2. ágúst. Skólasetning verður í íþróttasalnum 22. ágúst klukkan 13:00.Við óskum ykkur gleði og góðs sumarfrís.Skólastjórnendur. Við óskum útskriftarnemendum okkar, vorið 2022, góðs gengis í þeim verkefnum sem þeir taka sér fyrir hendur. Bjarta framtíð og takk fyrir samveruna.

  • Síðasta skóladag nemenda, miðvikudaginn 1. júní, verður sameiginleg samverustund í Aldísarlundi kl. 11:30. Við endum á því að grilla hamborgara og borða í lundinum áður en skóladegi lýkur kl. 13:00. Athugið að þennan dag keyra skólabílar fyrr heim en frístund er opin fyrir þá sem þar eru skráðir.Fimmtudaginn 2. júní er starfsdagur í skólanum og [Meira...]

  • Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 1.-4. bekk í Hrafnagilsskóla og elsta árgangi í Krummakoti. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans fimmtudaginn 5. maí kl. 13:20. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara. Allir eru hjartanlega velkomnir.