Spáð er afar slæmu veðri á morgun mánudag, bæði ofankomu og roki, og hafa Almannavarnir gefið út appelsínugular viðvaranir fyrir Norðurland eystra.
Ákveðið hefur verið að fella skólahald niður á morgun, mánudaginn 7. febrúar, þar sem viðbúið er að ekki verði hægt að komast til og frá skóla.
Það verður því enginn skóli né frístund í Hrafnagilsskóla á morgun.
Kveðja frá skólastjórnendum.