Í dag hvetur Krabbameinsfélagið landsmenn til að VERA TIL staðar fyrir hvert annað, sýna samstöðu og stuðning og eiga góða stund með þeim sem fylgja okkur í gegnum lífið í leik og starfi.
Einnig var fólk hvatt til að klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning og samstöðu.
Hrafnagilsskóli lagði sitt lóð á vogarskálarnar og mætti, bæði starfsfólk og nemendur, í bleiku. Starfsmannafélagið gerði gott betur, skreytti kaffistofu með bleikum blómum, slaufum og servettum og bauð upp á ljúfar og bleikar veitingar.