Mánudaginn 23. ágúst hefst nýtt skólaár og eins og síðasta haust verður skólasetning með óhefðbundnu sniði.
Umsjónarkennari hvers bekkjar hittir nemendahópinn, foreldra og forráðamenn þeirra úti á skólalóð og þar verður skólastarfið kynnt. Hópskiptingar og tímasetningar eru eftirfarandi:

Klukkan 12:30
2. bekkur hittist við kastalann.
4. bekkur hittist við víkingaskipið.
6. bekkur hittist við inngang miðstigs.
8./ 9. bekkur hittist við inngang unglingastigs .


Klukkan 13:00
3. bekkur hittist við víkingaskipið.
5. bekkur hittist við kastalann.
7. bekkur hittist við inngang miðstigs.
10. bekkur hittist við inngang unglingastigs.

Nemendur í 1. bekk hitta umsjónarkennara sinn í skipulögðum viðtölum fyrir skólabyrjun.

Umsjónarkennarar skólaárið 2021 – 2022 eru:
1. bekkur Hjördís Óladóttir
2. bekkur Sunna Alexandersdóttir
3. bekkur Kristín Sigurðardóttir
4. bekkur Jóhanna Dögg Stefánsdóttir
5. bekkur Lísbet Patrisía Gísladóttir
6. bekkur Guðný Jóhannesdóttir
7. bekkur Elva Díana Davíðsdóttir
8./9. bekkur Ólöf Ása Benediktsdóttir og Óðinn Ásgeirsson
10. bekkur Páll Þorgeir Pálsson

Skólastarf hefst eftir stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst.

  • Skrifstofa Hrafnagilsskóla verður lokuð frá 20. júní - 2. ágúst. Skólasetning verður í íþróttasalnum 22. ágúst klukkan 13:00.Við óskum ykkur gleði og góðs sumarfrís.Skólastjórnendur. Við óskum útskriftarnemendum okkar, vorið 2022, góðs gengis í þeim verkefnum sem þeir taka sér fyrir hendur. Bjarta framtíð og takk fyrir samveruna.

  • Síðasta skóladag nemenda, miðvikudaginn 1. júní, verður sameiginleg samverustund í Aldísarlundi kl. 11:30. Við endum á því að grilla hamborgara og borða í lundinum áður en skóladegi lýkur kl. 13:00. Athugið að þennan dag keyra skólabílar fyrr heim en frístund er opin fyrir þá sem þar eru skráðir.Fimmtudaginn 2. júní er starfsdagur í skólanum og [Meira...]

  • Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 1.-4. bekk í Hrafnagilsskóla og elsta árgangi í Krummakoti. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans fimmtudaginn 5. maí kl. 13:20. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara. Allir eru hjartanlega velkomnir.