Hrafnagilsskóli stendur fyrir alþjóðlegum þriggja daga fjarmenntabúðum ásamt grunnskólum frá Þýskalandi og Finnlandi og háskóla í Eistlandi. Menntabúðirnar eru liður í Erasmusverkefni sem Hrafnagilsskóli hefur verið aðili að síðastliðin þrjú ár. Markmið verkefnisins er að finna leiðir til að uppfylla markmið náms með hjálp tækni og er heiti verkefnisins ,,Making Technology Meaningful Through Digital Pedagogy”. Alls hafa þátttakendur frá 9 þjóðum skráð sig til leiks og er það afar ánægjulegt. Verkefnastjóri Erasmusverkefnisins fyrir hönd Hrafnagilsskóla er Hans Rúnar Snorrason.