Mánudaginn 24. ágúst hefst nýtt skólaár. Við byrjum á skólasetningu sem verður með óhefðbundnu sniði þetta árið. Umsjónarkennari hvers bekkjar hittir nemendahópinn, foreldra og forráðamenn þeirra úti á skólalóð og þar verður skólabyrjunin kynnt. Hópaskiptingar og tímasetningar eru eftirfarandi:
Klukkan 12:30 
Nemendur í 2. bekk hittast við kastala. 
Nemendur í 4. bekk hittast við víkingaskip. 
Nemendur í 6. bekk hittast við inngang miðstigs. 
Nemendur í 8. og 9. bekk hittast við inngang unglingastigs. 

Klukkan 13:00 
Nemendur í 3. bekk hittast við víkingaskip. 
Nemendur í 5. bekk hittast við kastala. 
Nemendur í 7. bekk hittast við inngang miðstigs. 
Nemendur í 10. bekk hittast við inngang unglingastigs. 

Nemendur í 1. bekk hitta umsjónarkennara sinn í skipulögðum viðtölum fyrir skólabyrjun.