Föstudaginn 17. janúar var árshátíð unglingastigsins haldin í Laugarborg. Árshátíðin hófst með því tónlistaratriði sem verður framlag skólans á Norðurlandskeppni Samfés. Að því loknu sýndu nemendur í 8., 9. og 10. bekk stytta útgáfu af söngleiknum ,,Með allt á hreinu“ í leikstjórn kennara unglingastigs. Auk þess að leika, syngja og dansa á sýningunni sáu nemendur um búninga, förðun, leikmynd, leikskrá og alla tæknivinnu. Árshátíðin tókst í alla staði mjög vel og er starfsfólk skólans afar stolt af hópnum á unglingastigi sem stóð sig með stakri prýði.

Hér má sjá myndir frá árshátíð unglingastigs