Árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg föstudaginn 17. janúar n.k. Hún
hefst kl. 20:00 og stendur til kl. 23:30. Skólabílar aka heim að balli loknu.
Árshátíðin hefst á tónlistaratriði og að því loknu sýna nemendur í 8., 9. og 10. bekk
stytta útgáfu af söngleiknum ,,Með allt á hreinu“ í leikstjórn kennara
unglingastigs. Auk þess að leika, syngja og dansa á sýningunni sjá nemendur um
búninga, förðun, leikmynd, leikskrá og alla tæknivinnu.
Verð aðgöngumiða er 800 kr. fyrir nemendur á grunnskólaaldri og 1.500 kr. fyrir
þá sem eldri eru. Veitingar á hlaðborði eru innifaldar í miðaverðinu. Ágóðinn
rennur allur til nemenda, bæði í ferðasjóð 10. bekkjar og til að greiða lyftugjöld í
skíðaferð og fleira fyrir nemendur unglingastigs.
Athugið að ekki er posi á staðnum.
Allir eru hjartanlega velkomnir.