Vegna versnandi veðurspár hefur verið ákveðið að fella skólahald í Hrafnagilsskóla niður eftir hádegi í dag þriðjudaginn 10. desember. Skólabílar aka heim klukkan 12:15 og þá verða allir nemendur búnir að borða hádegismat. Við viljum biðja ykkur um að senda okkur tölvupóst á netfangið hrafnagilsskoli@krummi.is þegar þið hafið séð þessi skilaboð þar sem við viljum tryggja að einhver taki á móti börnunum heima. Eins er hægt að hringja í skólann í síma 4648100.
Ákvörðun um skólahald á morgun miðvikudag verður tekin seinna í dag en horfur eru ekki góðar.
Bestu kveðjur,
skólastjórnendur.