7. bekkur í Hrafnagilsskóla er enginn venjulegur bekkur. Í vetur ákvað enskukennarinn þeirra að taka þátt í eTwinning verkefni sem fólst í því að lesa eina bók og búa til stuttmynd eða kynningu um bókina. Krakkarnir voru að lesa bókina Oliver Twist þannig að hún varð fyrir valinu. Verkefnið kom á góðum tíma og fangaði athygli þeirra. Nemendur sáu um alla vinnu viðkomandi stuttmyndinni og það eina sem kennarinn gerði var að gefa þeim tíma til að vinna í henni og þau nýttu einnig matartíma og frímínútur. Klipping, búningar, myndvinnsla og upptaka var í höndum krakkanna sjálfra.