Árshátíð yngsta stigs var haldin fimmtudaginn 6. apríl í Laugarborg. Að þessu sinni var sett upp leikrit um herramennina og ungfrúrnar byggt á bókum Roger Hargreaves. Kennarar yngsta stigs sömdu leikritið, saumuðu búningina, útbjuggu sviðsmynd og leikstýrðu. Sýningin var litrík og skemmtileg og í henni mátti finna mörg falleg lög úr smiðju Maríu tónmenntakennara. Óhætt er að segja að allir, bæði börn og fullorðnir, hafi skemmt sér vel. Frábær sýning í alla staði.