Föstudaginn 24. mars var árshátíð miðstigs haldin í Laugarborg. Þar sýndu nemendur 5., 6. og 7. bekkjar stytta útgáfu af leikritinu ,, Fólkið í blokkinni“. Áður höfðu þeir útbúið leiksmynd, búninga og leikskrá og margt fleira. Einnig sáu nemendur um tæknimálin í samvinnu við umsjónarkennarana sína. Boðið var upp á tónlistaratriði þar sem nemendur stóðu sig einnig með mikilli prýði. Eftir leiksýninguna stjórnaði Elín Halldórsdóttir dansi.
Hér má sjá árshátíðina í heild sinni á Youtube.