Í ár er í sjötta sinn haldið upp á Skákdaginn á Íslandi. Friðrik Ólafsson, fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák, er fæddur 26. janúar árið 1935. Unglingastig Hrafnagilsskóla setti upp hraðskákmót í tilefni dagsins þar sem allir nemendur stigsins tóku þátt. Gaman var að fylgjast með þeim reyndari leiðbeina þeim voru að stíga sín fyrstu skref, jafnvel þótt nemendur sætu sem andstæðingar við taflborðin. Kjörorð skákhreyfingarinnar áttu vel við – Við erum ein fjölskylda. Notast var við útsláttarfyrirkomulag þar sem sigurvegarar hverrar umferðar héldu áfram og eftir sjö umferðir stóð einn eftir sem sigurvegari.