Eftir áramótin hófst danskennsla hjá nemendum í 1.-5. bekk. Elín Halldórsdóttir danskennari kemur vikulega (í tólf skipti) og kennir nemendum allskonar skemmtilega dansa. Tilgangur danskennslu er margþættur m.a. að læra dansspor, skynja takt, vera óhræddur við snertingu við dansfélaga og læra að sýna öðrum virðingu.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í fyrsta danstíma hjá nemendum í 1. bekk og ekki er annað að sjá en gleðin ráði ríkjum.