Nemendum í 6. og 7. bekk voru í þessari viku afhentar microbit tölvur. Það er liður í átaksverkefni sem ráðist hefur verið í til að efla forritunarkennslu í grunnskólum á Íslandi. Verkefnið er samstarf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Menntamálastofnunar, RÚV, Samtaka iðnaðarins og fyrirtækja sem samtökunum tengjast. Skólinn nauð aðstoðar tveggja tölvunarfræðinga, þeirra Péturs Elvars Sigurðssonar og Jonasar Emin Björk. Kunnum við þeim okkar bestu þakkir fyrir aðstoðina.

Við hvetjum foreldra til að spyrja krakkana um Microbit tölvurnar og fá nemendur til að prófa áskoranir sem hægt er að nálgast á krakkaruv.is/kodinn.