27. október ár hvert er alþjóðlegur bangsadagur. Í mörg ár hefur bókasafnskennari Hrafnagilsskóla hún Margrét Aradóttir haldið uppi heiðri bangsanna og minnt okkur hin á bangsadaginn með því að fylla bókasafnið af böngsum í öllum stærðum og gerðum. Einnig hefur hún í tilefni af bangsadeginum stillt upp bangsabókum og sögum af böngsum á bókasafninu. Þetta árið voru bæði starfsmenn og nemendur duglegir að muna eftir bangsadeginum og koma með bangsa að heiman. Nemendur 7. bekkjar sögðu frá bangsadeginum á samverustund og einhverjir sýndu og sögðu frá sínum bangsa.
Hér má sjá myndir frá bangsadeginum.