Í tómstundahringekjunni á mánudögum hafa krakkarnir á yngsta stigi verið að mála myndir í föndurtímanum hjá Ingu Ó. stuðningsfulltrúa. Núna er búið að hengja þær upp til sýnis í Hjartanu og geta foreldrar og aðrir komið við í Hrafnagilsskóla og litið á ;)
Þemað var náttúra og nánasta umhverfi. Sumir hópanna unnu verkin sín undir berum himni og þá var vatn sótt í ána til að bleyta litina. Aðrir unnu þau í kennslustofunni og þá varð vatnið úr krananum að duga:) Þetta eru sem sagt vatnslitamyndir.