Þann 12. september fórum við í 2.bekk í skemmtilegan útikennslutíma upp í Aldísarlund. Hadda kennari fór með okkur og kenndi okkur að kveikja bál, búa til lummur og te með Vallhumli í. Við byrjuðum á því að útbúa deigið í skólastofunni. Því næst fórum við upp í Aldísarlund og fórum að tína Vallhumal og settum út í deigið. Vallhumall er planta sem er mjög góð lækningajurt. Lummurnar voru gómsætar á bragðið og teið líka.
Daginn eftir fórum við aftur upp í Aldísarlund og tíndum meiri Vallhumal. Við fórum með hann í skólastofuna og þurrkuðum hann og settum hann síðan í ólífuolíu. Þar þarf hann að vera í heilan mánuð. Eftir einn mánuð ætlum við að sía Vallhumalinn frá olíunni og bræða bíflugnavax saman við og búa þannig til mjög græðandi húðkrem sem við setjum í litlar krukkur og fá allir nemendur að eiga sinn áburð. Þetta var mjög ske
mmtilegt og það verður gaman að sjá þegar kremið er tilbúið.