Fimmtudaginn 1. september var útivistardagur í Hrafnagilsskóla en sú hefð hefur skapast að allir nemendur fari í gönguferðir á útivistardegi að hausti. Nemendur á yngsta stigi gengu meðfram Reykánni til fjalls, tíndu ber, borðuðu nesti og nutu útiverunnar. Nemendur í 5.-10. bekk gátu valið um tvær leiðir, annars vegar að ganga upp að Dældarsteini sem er hér undir fjallsrótum Súlna eða að ganga gömlu Þingmannaleiðina frá Fnjóskadal yfir í Eyjafjörð.
Skemmst er frá því að segja að allar gönguferðirnar heppnuðust mjög vel, veðrið lék við okkur og nemendur og starfsfólk naut útiveru, hreyfingar og samveru.