Dagana 30. maí – 2. júní voru þemadagar í Hrafnagilsskóla. Þessa daga voru nemendur uppi í Aldísarlundi í blönduðum aldurshópum og tóku þátt í fjölbreyttum verkefnum.
Skipt var í átta stöðvar sem voru: Nornalundur, Tröllalundur, Ljóðalundur, matarstöð, tótemsúla, stígagerð og kortagerð. Gaman er að geta þess að einhverjir af nemendunum náðu að fylgjast með fuglafræðingi merkja auðnutittlingsunga.
Veðrið lék við okkur alla dagana og voru þessir dagar hin ánægjulegustu.