Árshátíð yngsta stigs var haldin í Laugarborg þriðjudaginn 19. apríl. Hún hófst á því að ,,stórsveit“ 4. bekkjar lék tvö lög og gaman var að sjá afraksturinn en Eyjafjarðarsveit býður öllum nemendum 4. bekkjar að læra á hljóðfæri einn vetur.

Sýningin fjallaði um himingeiminn og verur sem í honum búa. Hún var afar litrík og skemmtileg og eiga allir nemendur og starfsfólk hrós skilið fyrir frábæra skemmtun.

Að loknum skemmtiatriðum stjórnaði Elín Halldórsdóttir dansi og foreldrar buðu upp á kaffi, djús og meðlæti og eru þeim hér með færðar bestu þakkir fyrir.