Upplestrarkeppni 7. bekkjar 22. febrúar 2016 (19)Árlega er haldin upplestrarkeppni í grunnskólum landsins þar sem þar sem nemendur í 7. bekk æfa sig í upplestri. Markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði.

Mánudaginn 22. febrúar var keppnin haldin hér í skólanum. Allir nemendur í 7. bekk tóku þátt í upplestrinum og las hver nemandi kafla úr sögunni „Benjamín dúfa“ og ljóð að eigin vali. Allir nemendur stóðu sig vel og var gaman að sjá hversu miklum framförum þeir hafa náð. Dómnefnd skipuð þeim Önnu Guðmundsdóttur, Auðrúnu Aðalsteinsdóttur og Leifi Guðmundssyni valdi tvo úr hópnum til þess að taka þátt fyrir hönd skólans í Stóru upplestrarkeppninni. Fulltrúar skólans eru Áslaug María Stephensen og Sóley Anna Guðmundsdóttir og varamenn eru  Einar Svanberg Einarsson og Marta María Kristjánsdóttir.

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin þriðjudaginn 1. mars kl. 13:30 í mötuneyti Hrafnagilsskóla en þar etja kappi fulltrúar frá Hrafnagilsskóla, Grenivíkurskóla, Valsárskóla og Þelamerkurskóla.

Meðfylgjandi eru myndir frá hátíðinni.