Þriðjudaginn 23. fóru nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla í skíðaferð í Hlíðarfjall. Veðrið var dásamlegt og létu nemendur smá kul ekki stoppa sig og renndu sér á skíðum, brettum og sleðum fram yfir hádegi. Dýrindis nesti kom frá Valda kokki og starfsstúlkum hans í mötuneytinu og kakóið og pítsusnúðarnir bragðast hvergi betur en úti á skafli. :-)
Það er gaman að sjá hvað þeir, sem eru að fara í fyrsta skipti á skíði eða bretti, eru fljótir að ná tökum á því að renna sér og ógleymanlegt að sjá gleðina og stoltið skín úr andlitum þeirra.
Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru á skíðadeginum