Eftir áramót hafa krakkarnir í 9. bekk verið í samvinnuverkefni með nemendum frá Frakklandi, Spáni, Grikklandi og Ítalíu.  Verkefnið er í gegnum Etwinning en það er skólasamfélag á netinu þar sem hægt er að komast í samband við evrópska kennara og skólafólk ásamt því að taka þátt í einföldum samstarfsverkefnum.

Í morgun var fyrsti ,,hittingurinn“ í gegnum Skype og ræddu unglingarnir við nemendur frá Frakklandi og Grikklandi.  Að sjálfsögðu stóðu nemendur okkar sig með miklum sóma.  Hér er mynd frá Skype fundinum góða.