jólkerti Svölu

Svala Huld Jónsdóttir 6. bekk

Síðustu dagar fyrir jólafrí.
Fimmtudaginn 17. desember er möndlugrautur í hádegismatinn í mötuneytinu. Í hverjum bekk er mandla sett í eina grautarskálina og sá sem fær möndluna vinnur verðlaun.
Nemendur á unglingastigi mæta á hátíðarkvöldverð klukkan 19:00. Eftir matinn tekur félagsmiðstöðin við með skemmtun til klukkan 23:30. Nemendur eru sóttir og keyrðir heim.

Litlu jólin verða föstudaginn 18. desember milli klukkan 10:00 og 12:00. Unglingastigið fer í Kaupangskirkju á meðan yngsta og miðstig horfa á helgileik og dansa í kringum jólatréð í íþróttahúsinu. Síðan halda allir bekkir sín stofujól í heimastofum og jólasveinar koma í heimsókn. Það er aldrei að vita nema sveinkarnir gefi börnunum sælgætispoka og boðið verður upp á appelsín að drekka. Gaman væri ef nemendur kæmu spariklæddir þennan dag í skólann.
Engin Frístund er föstudaginn 18. desember og jólafrí hefst eftir litlu jólin.

Skóli hefst að nýju þriðjudaginn 5. janúar 2016 á foreldraviðtölum og ættu allir að hafa fengið sendar tímasetningar á viðtölum barna sinna. Skóli hefst síðan samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 6. janúar.

jólamynd Tinna

Karen Ylfa Jóhannsdóttir 6. bekk

Við minnum foreldra og nemendur á að fylla út í frammistöðumatið í Mentor fyrir 3. janúar. Það verður umræðuvettvangur í foreldraviðtölunum 5. janúar.

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.
Starfsfólk Hrafnagilsskóla