Eins og undanfarin ár ætla nemendur á unglingastigi að baka svokallaðar „Subway smákökur” og selja í skólanum. Ein smákaka kostar 200 kr. og allur ágóði rennur til barna flóttafólksins sem von er á til Akureyrar.
Salan fer fram mánudaginn 14. desember og við hvetjum alla til að taka þátt og koma með peninga í skólann. Ef nemendur gleyma að koma með pening má koma með hann daginn eftir en að sjáfsögðu fá allir þeir sem vilja köku. Að sjálfsögðu má styrkja málefnið með hærri upphæð en hver nemandi getur ekki keypt fleiri en eina köku. Miðvikudaginn 16. desember heimsækir unglingastigið Rauða krossinn, fær fræðslu um starfsemina og afhendir peningana.

subway