Það hefur ekki farið framhjá neinum að spáð er afar slæmu veðri í kvöld og nótt á öllu landinu og fólk er beðið um að halda sig innandyra meðan það gengur yfir. Á þessari stundu er ekki hægt að gefa neitt út um það hvernig staðan verður í fyrramálið en við munum fylgjast vel með og meta aðstæður áður en skólabílarnir fara af stað.
Skólastjóri mun setja inn á upplýsingasíma skólans 878 1603 upplýsingar um veður og færð um leið og búið er að taka stöðuna. Þar mun einnig koma fram hvort skólabílar keyra. Einnig verður sendur póstur í gegnum Mentor ef skólahaldi er aflýst og upplýsingar settar inn á heimasíðu skólans.
Veður og færð geta verið með ólíkum hætti í sveitinni og viljum við ítreka að foreldrar hafa endanlegan ákvörðunarrétt um það hvort þeir vilji senda börn sín í skólann í vondu veðri eða ekki. Ef skólabílar aka í fyrramálið en foreldrar meta stöðuna svo að sökum veðurs sé betra að börn þeirra séu heima þá biðjum við þá um að hringja í skólann eða senda póst á netfangið hrafnagilsskoli@krummi.is og láta vita.