Skólinn. Hvað dettur manni fyrst í hug þegar hugsað er um skólann. Örugglega námið, hversu gaman og leiðinlegt getur verið að læra og bekkjarfélagana. Til þess að nemendum finnst gaman í skóla er mikilvægt að námsefnið vekji áhuga þeirra. Fyrir nemendur eins og mig sem helst vilja vera að vinna allan daginn í verklegum hlutum getur verið erfitt að setjast niður og læra um kenningar gamalla kalla í samfélagsfræði.
Ég væri til í að hafa landbúnaðarfræðslu í skólanum að minnsta kosti einu sinni í viku. Ég held að það mundi vekja áhuga margra nemenda að tengja námsefnið stundum inn á landbúnað, dýr og dráttavélar, þar sem flestir nemendur eru úr sveit. Valáfanginn um vélar finnst mér mjög skemmtilegur. Þar sem ég vil vinna við landbúnað í framtíðinni vekur það mikinn áhuga hjá mér. Ég myndi halda mun betur einbeitingu í kennslustundum ef námsefnið væri tengt við landbúnað. Fleiri íþróttatímar í viku myndu brjóta mikið upp kennsluna og gefa nemendum útrás fyrir orkuna, fínt væri að hafa þá svona þrisvar til fjórum sinnum í viku.
Gott er ef skólinn væri alla virka daga vikunnar frá átta til tvö. Ég sé ekki tilgang með því að vera í skólanum mikið lengur en það, þolinmæðin alveg komin að þrotum eftir að hafa lært allan daginn. Þá er kominn tími á að fara heim að vinna og nota uppsafnaða orkuna eftir skóladaginn. Að sjálfsögðu vill maður fá nóg að borða það hefur verið smá vandamál. Ég hef stundum bara fengið að fara eina ferð og það finnst mér frekar lítið ef gott er í matinn.
iPad í tímum er mjög skemmtileg þróun. Við höfum verið að vinna verkefni í iPad sem mér finnst fínasta tilbreyting frá hinu venjulega námi. Það vekur áhuga og mun auðveldara að fá nemendur til læra þannig. Semsagt gott væri að hafa námsefni sem vekur áhuga nemenda til að halda manni vakandi í tímum. Skólinn má ekki vera fastur í gömlu fari hann verður að halda áfram að þróast með inní nútímann.
Valdemar Níels Sverrisson, 10. bekk