Í þessu verkefni ætla ég að kynna fyrir ykkur hvað mér þykir skemmtilegast að gera í skólanum og afhverju. Hrafnagilsskóli er með fjölbreytt nám og býður upp á margt skemmtilegt. Ég ætla að taka fyrir vinnustundirnar í skólanum og kynna aðeins hvað það er sem mér þykir áhugavert og heppnast vel.
Þegar við mætum fyrst í skólann að hausti er okkur skipt upp í 4 hópa í vinnustund sem haldast út veturinn en í hópunum eru nemendur úr 8., 9., og 10. bekk. Vinnustundin er 80 mínútur í senn og erum við með áætlanir sem við vinnum eftir en kennarinn skipuleggur þær. Tvisvar í viku mætum við í vinnustund en hún er á þriðjudögum og fimmtudögum. Á þriðjudögum fáum við tíma til að vinna í áætlunum, dagbókum eða fyrir próf ef þess þarf. Á fimmtudögum er annað hvort stöðvavinna eða gönguferð en gönguferðirnar eru yfirleitt á 5 vikna fresti. Þegar stöðvavinna er í gangi rúllum við á milli stöðva eftir vikum en það eru fjórar stöðvar í gangi en þær eru Dúddi fór í bæinn, kyn og lífið, útikennsla og Etwinning.
„Dúddi fór í bæinn” er verkefni þar sem við byrjuðum á því að skapa persónuna hann Dúdda. Við klipptum hann út og skrifuðum aftan á hann aldur, nafn og áhugamál. En hver og einn fékk sinn “Dúdda” sem hann vann með. Dúddi var síðan plastaður og allir fengu staðlað bréf frá Lilju kennara þar sem stóð hvað ætti að gera við persónuna. Dúddi átti að fara í umslag og við áttum að senda hann í ferðalag. Sá sem fær Dúdda skilar honum af sér innan 5 daga en sendir upprunalegum eiganda tölvupóst með mynd af Dúdda í þeirra umhverfi áður en hann sendir hann eitthvað áfram. Svona gengur Dúddi manna á milli í 8 vikur og þurfum við að merkja inn á kort hvert hann er búinn að fara.
Kyn og lífið er næsta stöð en þar byrjum við á því að setjast í hring eins og gæðahring og Ása fer yfir reglurnar um trúnað og annað sem þarf að hafa í huga. Í kyn og lífi er farið yfir kynhneigð, þroska og fleira. Einnig sem við ræddum um nauðsyn þess að þrífa sig vel og nota svitalyktareyði ásamt því að tala um rakstur.
Í útikennslu er okkur skipt niður í hópa og eru þrír í hverjum hóp. Á þessari stöð förum við út og tökum myndir af fyrirfram ákveðnum hlutum sem við þurftum að túlka t.d. kraftur, form og fleira. Myndirnar eru síðan settar inn í tölvu og þeim gefið nafn á íslensku, ensku og dönsku. Einnig eigum við að semja ljóð um einhverja mynd eða allar myndirnar. Síðan var þetta sett upp á veggspjöld.
Þegar við erum í Etwinning þá til dæmis síðast byrjuðum við á því að velja okkur saman í hópa. Þegar við vorum komin í hópa völdum við okkur íslenska hljómsveit og sögðum frá henni og nokkrum lögum hennar en þetta var allt gert í tölvu og verður svo sent áfram til annarra landa.
Mér finnst vinnustundir góðir tímar til að t.d. halda vikuáætlun eða læra fyrir próf. Vinnustundir er mjög góðar fyrir nemendur og kennara til að kynnast betur.
Ég er mjög ánægður með þessa breytingu á námsskipulagi þar sem ég get lært á mínum forsendum og hraða.
Andri Björn Víðisson, 9. bekk
15.okt. 2015