Hrafnagilsskóli er sveitaskóli staðsettur í Eyjafjarðarsveit. Í skólanum eru um 170 nemendur og u.þ.b. 30-40 starfsmenn. Þessi skóli er mjög skemmtilegur og fræðandi á margan hátt. Í þessari ritun mun ég segja skoðun mína á kostum og göllum Hrafnagilsskóla.
Margt er jákvætt við skólann. Í fyrsta lagi eru flestir kennarar og starfsfólk skólans mjög skemmtilegt og tillitsamt. Kennararnir hlusta alltaf á nemendur og leyfa þeim að færa rök fyrir máli sínu.
Í öðru lagi höfum við aðgang að stórum og fínum íþróttasal. Þar förum við í íþróttir. Í öllum löngum frímínútum höfum við einnig aðgang að salnum og þá spilum við fótbolta og er yfirleitt mikið fjör. Það væri skemmtilegra ef við fengjum oftar aðgang að salnum.
Í þriðja lagi erum við með góða félagsmiðstöð sem kallast Hyldýpið. Nemendaráðið stjórnar viðburðum sem haldnir eru þar. Í nemendaráði eru 6 einstaklingar af unglingastigi, strákur og stelpa úr hverjum bekk. Nemendaráðið skipuleggur m.a. opin hús sem eru vikulega.
Skjávarpar eru mjög nauðsynlegar græjur og eru komnir í flest allar stofur í skólanum. Þeir gera okkur kleift að horfa á myndbönd, kynningar og margt fleira. Kennararnir fara oft yfir glærur og glærukynningar sem varpað er á töfluna með skjávarpanum.
Gallarnir eru ekki eins margir og kostirnir. Í fyrsta lagi þá finnst mér að íþróttatímarnir eigi að vera 1×80 mín. en ekki 2×40 mín., eins og var áður fyrr. Þannig að við þurfum að koma með íþróttaföt tvisvar í viku í stað þess að koma með þau einu sinni. Ég var orðinn svo vanur því að hafa tímana 80 mín. en nú þegar þeir eru aðeins 40 mín. þá líður mér eins og tíminn sé rétt að byrja þegar hann er í raun að verða búinn.
Í öðru lagi finnst mér ókostur að mötuneytið sé ekki í sömu byggingu og skólinn. Í flestum skólum er mötuneytið sambyggt við skólann. Þannig að við þurfum að labba u.þ.b. 150m til þess að fá okkur að borða.
Á flestum sviðum er skólinn til fyrirmyndar en það er alltaf hægt að gera gott betra. Jákvæða hliðin er sú að kennarar eru að standa við sitt, við höfum aðgang að íþróttasal, við erum með félagsmiðstöð og hentuga skjávarpa. En það mætti lengja íþróttatímana eins og þeir voru áður fyrr og það væri þægilegra að þurfa ekki að labba alltaf smá spöl í mötuneytið.
Tristan Darri Ingvason 10. bekk