Í dag var haldin rýmingaræfing en öllum skólum ber að halda slíka æfingu að minnsta kosti einu sinni á ári. Öryggisráð skólans sér um að rýmingaráætlun sé uppfærð og endurskoðuð og að slíkar æfingar séu haldnar. Í öryggisráði skólans sitja Hrund skólastjóri, Davíð húsvörður og Tryggvi íþróttakennari sem er ennfremur öryggistrúnaðarmaður skólans. Æfingin í dag fór vel fram og liðu rétt um 3 mínútur þar til allir nemendur og starfsmenn höfðu yfirgefið skólann. Rúmar 2 mínútur tók að yfirfara nemendalistana. Það liðu því rétt rúmar fimm mínútur frá því að brunabjalla hringdi þar til fullvíst var að allir nemendur væru komnir heilu og höldnu út á skólalóð.