Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti var 17. mars. Þar sem við vorum þann dag í skíðaferð var ákveðið að nýta daginn í dag til að sýna samstöðu á táknrænan hátt. Farið var út með alla nemendur og mynduð vinakeðja í kringum skólann. Eftir það var keðjan slitin í sundur á einum stað og búinn til spírall sem breyttist í stórt hópknús. Með þessu sýndum við samstöðu þar sem við viljum að allir hafi sama rétt og séu jafnir hvort sem þeir eru stórir, litlir, stelpur, strákar, dökkir eða ljósir.
Eftir vinarkeðjuna fengu allir sólmyrkvagleraugu og við fylgdumst með þessum merka atburði. Í fyrstu sást lítið til sólarinnar fyrir skýjum en svo létti til og við fylgdumst með seinni hluta sólmyrkvans í góðu skyggni.