Þriðjudaginn 17. mars förum við í skíðaferð í Hlíðarfjall ef veður leyfir
Við förum að morgni og komum til baka að skóla um kl. 14:00. Skólabílar keyra alla, nesti kemur úr mötuneyti og árshátíðarsjóður nemenda greiðir lyftugjöld. Starfsfólk skóla segir byrjendum til. Nemendur geta haft með sér aukanesti og mega koma með peninga til að versla í veitingasölunni í Hlíðarfjalli. Allir þurfa að vera hlýlega klæddir og það er skylda að vera með hjálma. Það er leyfilegt að koma með sleða með sér og renna sér í nágrenni við ,,hótelið“.
Foreldrar þurfa að tilkynna umsjónarkennara ef börn þeirra eiga ekki að ferðast með skólabíl. Að sjálfsögðu eru allir foreldrar og forráðmenn velkomnir með.
Frístund verður með eðlilegum hætti eftir skíðaferðina.