Í síðustu viku var upplestrarkeppni 7. bekkjar haldin í Hrafnagilsskóla. Þar stigu allir nemendur 7. bekkjar í pontu og lásu upp texta og ljóð. Valdir voru fjórir nemendur, tveir aðal og tveir til vara, til að vera fulltrúar Hrafnagilsskóla í Stóru upplestrarkeppninni. Hrafnagilsskóli ásamt skólunum hér í nágrannasveitarfélögum Akureyrar taka þátt í keppni á Grenivík fimmtudaginn 12. mars. Fulltrúar Hrafnagilsskóla eru: Birta Rún Randversdóttir og Kristbjörg H. Kristjánsdóttir. Varamenn eru Þórdís Birta Arnarsdóttir og Hjalti Snær Árnason.

 

IMG_6570 IMG_6573