Haldin verður sprengidagsskemmtun í Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 17. febrúar 2015 frá kl. 13:30-15:45. Skólabílar keyra nemendur heim að skemmtun lokinni.

Sjoppan verður opin og nemendur í 9. bekk selja þar pítsur, sælgæti, svala og gos. Dæmi um verð í sjoppunni;

  • pítsusneið 350 kr.
  • gos 250 kr.
  • svali 150 kr.
  • súkkulaðistykki á bilinu 100-200 kr.
  • lakkrísrúllur 100 kr.
  • sleikipinnar 80 kr.

Hægt verður að fara til spákonu, í draugaherbergi og að sjálfsögðu verður hið ,,alræmda“ vopnaherbergi á sínum stað. Boðið verður upp á andlitsmálningu og hárgreiðslu og eru allir nemendur hvattir til að mæta í öskudagsbúningum og leyfa hugmyndafluginu að njóta sín.

Öll lið mega syngja á sviðinu í íþróttahúsinu og gaman væri að sjá sem flesta taka í viðburðinum.

Veittar verða viðurkenningar fyrir búninga sem skara framúr.

Að sjálfsögðu er foreldrum velkomið að koma og líta á dýrðina.

Frí verður í skólanum á öskudag og vetrarfrí dagana 19. og 20. febrúar. Nemendur mæta því næst í skólann mánudaginn 23. febrúar. Það skal tekið fram að engin Frístund verður á sprengi- og öskudag og vetrarfrís dagana tvo.