Finnastaðir í Eyjafjarðarsveit stendur í Grundarplássi og var hjáleiga frá Grund þegar þar var stórbýli og þaðan er gengið upp á Kerlingu sem er hæsta fjall í byggð á Norðurlandi.
Þann 6. september 2013, var byggt friðar-/jarðarhjól (Medicine wheel á ensku) af friðarsinnanum Jesse-Blue Forrest sem er af ættflokki Cheerokee indíána. Hann kom til landsins ásamt hópi fólks frá Kanada til þess að byggja þessi hjól. Friðarhjólið á Finnastöðum er eitt af 5 friðarhjólum sem byggð hafa verið hér á landi og er þetta eitt af helgustu táknum indíána Norður Ameríku og áætlað er að byggja samskonar hjól um allan heim til þess að byðja fyrir friði og kærleika í heiminum og við þetta hjól verða síðan haldnar friðarathafnir að hætti indíána.
Hin hjólin 4 eru á Borgarfirði eystra, Snæfellsnesi, við Vík í Mýrdal og síðan í Kerlingarfjöllum. Verndarar hjólanna eru landvættir Íslands og stendur hver landvættur fyrir hverju hjóli, í norðri er stóri örninn, í austri drekinn, suðri risinn og í vestrinu er það nautið. Með þessu eru hefðir indíána Norður- Ameríku tengd við menningararf okkar Íslendinga, landvættina.
Hægt er að segja að þessi hjól séu jafn merk og Friðarsúla Yoko Ono í Viðey og ástæða þess að Ísland er valið sem staður til þess að byggja þessi hjól er sá að Ísland er talið vera það land sem skarar framúr hvað varðar frið í heiminum í dag og litið er til Íslands þegar svona verkefni koma upp.
Aron Örn Olason Lotsberg, 9. bekk