andriÞað sáust undarleg ljós á himni frá Hrafnagili 24. nóvember síðastliðinn.

Við spjölluðum við Þór Björn Erlingsson sem býr í Hrafnagilshverfi. Hann segist hafa séð þessi undarlegu ljós á himninum.

Þór: ,,Þetta byrjaði allt saman heima. Börnin mín sáu glitrandi ljós á himninum sem hreyfðust og héldu að þetta væru stjörnuhröp. Ég vissi vel að þetta voru ekki stjörnuhröp svo ég fór að rannsaka þetta.“

Það eina sem Þór sá voru deplar sem hann taldi að væru stjörnur. Hann hringdi í geimstofnunina og þeir rannsökuðu þetta. Þegar þeir voru búnir að því þá vissu þeir ekki hvað þetta var. Þá fór Þór að halda að þetta væru bara stjörnuhröp. Sama kvöld og hann fékk upplýsingarnar sá hann stjörnurnar aftur. Hann byrjaði að óska sér og um leið og hann var búinn að því þá hrapaði ein af þessum undrastjörnum á jörðina. Hann dreif sig út til að sjá hvar hún myndi lenda. Hún lenti í Kjarnaskógi. Þór keyrði þangað og fór að leita að henni í skóginum. Hann  fann hana ekki en var alveg viss um að hún hefði lent þar. Hann hringdi í vin sinn sem er vísindarmaður og bað hann um að koma. Þegar hann kom fóru þeir upp í skóg að leita en án árangurs. Næsta dag fóru þeir aftur að leita. Þeir fundu loksins vísbendingu sem var brotið þykkt tré. Svo lá slóð eins og eftir einhvern hlut niður eftir skóginum. Þeir fylgdu slóðinni alveg að enda en þar var ekkert. Vinur Þórs hringdi í okkur fréttamennina og bað okkur um að koma. Þetta var rannsakað nánar af geimstofnuninni en enginn veit enn hvað varð um hlutinn eða hvaða hlutir þetta voru. Þetta er því enn hið undarlegasta mál.

Ef einhver hefur nánari upplýsingar eða veit eitthvað um þetta mál, þá endilega verið í sambandi við okkur.

 

Andri Ásgeir Adolfsson