katrin-9bHrafnagilsskóli er mjög flottur og góður skóli. Ég hef verið í honum í átta ár og það er margt sem ég er mjög ánægð með. Í Hrafnagilsskóla eru frekar fáir nemendur miðað við í skólum á Akureyri. Í skólanum eru um 200 nemendur og það eru að meðaltali 17 krakkar í hverjum bekk.

Á herjum degi er samverustund fyrir fyrsta bekk og alveg upp í sjöunda bekk. Þar er setið og talað um t.d. það sem þarf að bæta og það sem gengur vel. Unglingastigið fær samverustund einu sinni í viku og þar er einnig rætt um hluti sem ganga vel og þá sem þarf að bæta. Í hverri viku eru atriði frá ákveðnum  bekkjum. Hver og einn bekkur fær eina viku og er honum ætlað að koma með atriði á samverstundinni. Oft kynna krakkarnir verkefni sem þau hafa verið að vinna, sýna leikrit eða eru með einhverja leiki. Þetta er mjög góð æfing í því að koma fram sem og að æfa sig í að tala fyrir framan hóp. Ég hef komið svo oft fram á samverustund að mér finnst ekkert mál að tala yfir hópi af fólki eða kynna eitthvað fyrir bekknum. Ég held að samverustundir hafi mjög góð áhrif á börn og vonandi verða þær teknar upp í fleiri skólum.

Mig langar til þess að hrósa Hrafnagilsskóla fyrir það að koma með góða lausn á símamálum í skólanum. Eins og flestir þekkja  þá eru krakkar á unglingastigi oftast með einhverskonar snjallsíma. Þeir sem eiga svona snjallsíma þurfa alltaf að vera að kíkja á hann og skoða hvort að það sé komin einhver tilkynning eða eitthvað svoleiðis. Þegar þetta var orðið vandamál hjá mörgum á unglinastigi þurftu kennararnir að finna lausn. Það voru saumaðir vasar og þeir hengdir upp á vegg. Vasarnir eru merktir með nöfnum fyrir hvern og einn og þar á að geyma símana þegar kennslustund er í gangi. Þetta finnst mér vera mjög góð lausn á vandamáli. Það eru eflaust fleiri skólar sem eru að ræða um það hvernig þeir geta komið í veg fyrir að þurfa að taka símann af krökkunum. Það er alveg hægt að nota þessa hugmynd á öðrum stöðum.

 

Katrín