Á morgun 3. september fara nemendur og starfsfólk í gönguferðir. Annars vegar fara yngri nemendur í göngu um Hvammsskóg og Kjarnaskóg og hins vegar fara eldri nemendur að Hraunsvatni í Öxnadal. Lagt verður af stað að loknu nafnakalli og koma yngri nemendur heim kl. 12 en þeir eldri kl. 14:00. Valgreinar hjá unglingum falla niður eftir kl. 14:00 og þá keyra skólabílar heim en frístund er í boði fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir líkt og venjulega, að því undanskildu að þeir geta ekki nýtt sér seinni akstur skólabíla til heimferðar.
Mikilvægt er að nemendur séu klæddir eftir veðri og að skór henti til göngunnar.