Árshátíð yngsta stigs Hrafnagilsskóla var haldin þriðjudaginn 1. apríl. Í upphafi fluttu nemendur 4. bekkjar tónlistaratriði en í vetur hafa þeir æft á hljóðfæri í forskóla Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Flutt var lagið Love me tender sem Elvis Presley gerði frægt. Síðan tók við stytt útgáfa af leikritinu um Ronju ræningadóttur. Allir nemendur á yngsta stigi tóku þátt í sýningunni sem kennarar þeirra stýrðu af krafti. Leikgleðin leyndi sér ekki og árshátíðir Hrafnagilsskóla eru stolt okkar í skólanum. Til hamingju nemendur og starfsfólk með Ronju ræningjadóttur.
Hægt er að skoða myndir og alla árshátíðina með því að smella á fréttina.