Á morgun þriðjudaginn 18. mars er stefnt að skíðaferð í Hlíðarfjall. Spáð er ágætis veðri og við vonum að það standist. Það getur orðið kalt í fjallinu og nemendur verða að vera vel klæddir. Ef fresta þarf ferðinni verða upplýsingar settar um það inn á heimasíðu og í upplýsingasíma 8781603 í fyrramálið eins fljótt og hægt er.

Í skíðaferðinni er lagt af stað klukkan 8:30 með rútum og heimkoma er um klukkan 14:00. Frístund verður opin fyrir þá sem skráðir eru þar en aðrir fara með skólabílum heim. Í ferðinni má koma með skíði, bretti eða snjóþotur/ sleða. Árshátíðarsjóðir greiða lyftugjöld þeirra sem ekki eiga árskort. Nemendur fá mat í hádeginu en gott er að vera með smá aukanesti eða pening til að kaupa sér hressingu fram að hádegi.
Foreldrar þurfa að tilkynna í skólann ef börn þeirra ferðast ekki með skólabílum í og úr fjallinu.