Í gær keppti Hrafnagilskóli í Skólahreysti sem er íþróttakeppni grunnskóla á Íslandi. Keppt var í þrautabraut, upphífingum og armbeygjum. Fulltrúar Hrafnagilsskóla voru þau Rebekka Garðarsdóttir, Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir, Guðmundur Smári Daníelsson og Ragnar Ágúst Bergmann Sveinsson. Árangur þeirra var afar góður og höfnuðu þau í 2. sæti. Þess má geta að Hrafnagilsskóli keppir með Akureyrarskólunum sem eru fjölmennir og þykja öflugir.