Í dag mánudaginn 7. október var nemendum 1. – 6. bekkja, ásamt elstu börnum í leikskólanum, boðið á tónleika í Hjartanu. Það voru tónlistarkonurnar, Helena Guðlaug Bjarnadóttir söngkona, Eyrún Unnarsdóttir söngkona og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti sem komu og kynntu fræga gamla tónlist sem fengið hefur nýjan búning í formi vinsælla sönglaga á íslensku. Þær brugðu sér í hlutverk og sungu á ýmsum tungumálum. Tónleikarnir voru í boði fyrrverandi nemenda við skólann sem héldu upp á það í vor að 35 ár eru síðan þeir útskrifuðust frá Hrafnagilsskóla. Hópurinn færði skólanum peningagjöf sem nota átti til að fá listviðburð inn í skólann. Við þökkum kærlega fyrir þessa skemmtilegu gjöf.